Á Völlum: Lýđveldisvefur
Ýttu hér til ađ skođa myndskeiđ

Á Völlum


Ađ lokinni dagskrá á Lögbergi héldu hátíđahöldin áfram á palli undir Fangabrekku. Páll Ísólfsson stjórnađi ţar söng Ţjóđkórsins viđ undirleik Lúđrasveitar Reykjavíkur, tvö hundruđ manna flokkur Sambands íslenskra karlakóra söng einnig, fimleikar voru sýndir og ávörp flutt.

Međal ţeirra sem tóku til máls voru Alexander Jóhannesson, formađur ţjóđhátíđarnefndar, og Richard Beck, fulltrúi Vestur-Íslendinga. Ţá las Björn Ţórđarson forsćtisráđherra símskeyti sem ríkisstjórninni hafđi borist óvćnt frá Kristjáni X. Danakonungi, en ađ ţví loknu lék lúđrasveit Reykjavíkur konungssöng Dana, „Kong Christian stod ved hřjen Mast“.

Ađ síđustu voru flutt ljóđ er best ţóttu í samkeppni sem lýđveldisnefndin hafđi efnt til, en ţau voru „Hver á sér fegra föđurland“ eftir Huldu og „Land míns föđur“ eftir Jóhannes úr Kötlum. Emil Thoroddsen tónskáld hlaut verđlaun í sérstakri samkeppni um lög viđ verđlaunaljóđin en hann samdi lag viđ ţriđja kafla úr hátíđarljóđi Huldu. Um kvöldiđ lék hljómsveit Bjarna Böđvarssonar danslög á pallinum undir Fangabrekku.

Mynd: Tjaldborgin mikla á Ţingvöllum. Taliđ var ađ tjöldin hefđu veriđ nćr 2500 ađ tölu. Ljósmynd Skafti Guđjónsson (1902-1971). Ljósm./Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Ţjóđ á Ţingvöllum
28.8K eđa 56K
Úr kvikmyndinni Lýđveldishátíđin 1944


Fagnađaralda fer um ţjóđina
Alexander Jóhannesson prófessor

Kveđja frá Vestur-Íslendingum
Richard Beck prófessor

Símskeyti frá Kristjáni X.
Björn Ţórđarson forsćtisráđherra

Hver á sér fegra föđurland
Samband íslenskra karlakóra syngur

Land míns föđur
Jóhannes úr Kötlum flytur

© Ríkisútvarpiđ-menningardeild / Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Kvikmyndasafn Íslands 1998