ĆVI

TÓNLISTIN

JÓN Í DAG


NÓTNAÚTGÁFA ITM

VERKASKRÁ ITM

GEISLADISKASKRÁ

BIS

SKRIF UM JÓN

ŢJÓĐARBÓKHLAĐAN

MÁLŢING

JÓN Í ERLENDU SAMHENGI


"TÁR ÚR STEINI"


NÝLEGIR ÚTVARPSŢĆTTIR

TÓNLEIKAR Á NĆSTUNNI

.

Árni Heimir Ingólfsson:

INNGANGUR
Jón Leifs (1899-1968) hefur á síđustu árum notiđ sífellt meiri viđurkenningar sem eitt athyglisverđasta og frumlegasta tónskáld íslenskrar tónlistarsögu. Hann var einn af frumkvöđlunum í íslenskum tónsmíđum á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, og reyndi fyrstur íslenskra tónskálda ađ sameina í verkum sínum miđ-evrópska tónlistarhefđ og eiginleika íslenska ţjóđlagsins. Verk Jóns áttu litla samleiđ međ ţeim straumum og stefnum sem ríktu í íslenskum tónsmíđum á fyrri hluta aldarinnar, enda var verkum hans, einkum ţeim stćrri, oft tekiđ međ fálćti á Íslandi međan hann lifđi. Stíll Jóns Leifs er ađ mörgu leyti frumstćđur, og tónlist hans á tíđum bćđi harkaleg og kaldhömruđ. Einmitt ţannig reyndi Jón ađ skapa íslenskan tónsmíđastíl ţar sem frumkraftar náttúrunnar fengju ađ hljóma í tónum, enda hefur verkum hans á síđari tímum veriđ líkt viđ eldgos og ísjaka, sólstjörnur og sprengigos.

1899-1929 TÓNMÁL Í MÓTUN
Jón Leifs fćddist ađ Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu ţann 1. maí 1899, en fluttist ári síđar međ fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Ţar stundađi hann píanónám sem unglingur, og ţrátt fyrir fátćklegt tónlistarlíf í höfuđstađnum fann Jón snemma ađ hann ćtti engra annara kosta völ en ađ helga líf sitt tónlistinni. Haustiđ 1916 hélt Jón til Leipzig í fylgd tveggja samlanda sinna, Páls Ísólfssonar og Sigurđar Ţórđarsonar. Ţar fékk hann inngöngu í Tónlistarháskólann, og stundađi píanónám hjá Robert Teichmüller, hljómsveitarstjórn hjá Hermann Scherchen og Otto Lohse, og tónsmíđar hjá Paul Graener og Aladár Szendrei.
Á námsárunum í Leipzig kynntist Jón ungum píanónema af gyđingaćttum, Annie Riethof, sem sótti einnig tíma hjá Teichmüller. Ţau felldu hugi saman, og eftir tveggja ára kynni gengu ţau í hjónaband í júní 1921, nokkrum dögum eftir ađ Jón útskrifađist úr Tónlistarskólanum. Á ţessum árum stefndi Jón á feril sem hljómsveitarstjóri og píanóleikari, og virđist ekki hafa haft í hyggju ađ einbeita sér ađ tónsmíđum. Ţađ var ekki fyrr en ári eftir ađ hann útskrifađist, eftir ađ hann hafđi gert sér ljóst ađ stíl íslenskra ţjóđlaga mćtti nota sem grunn ađ listrćnni tónsköpun, ađ Jón hófst handa viđ tónsmíđar af fullum krafti. Íslenskum ţjóđlögum hafđi fram ađ ţessu veriđ lítill gaumur gefinn, ef frá er skiliđ brautryđjendaverk sr. Bjarna Ţorsteinssonar, og í besta falli hafđi ţjóđlagaarfurinn orđiđ tónskáldum tilefni til ađ setja saman einfaldar hljómsetningar í síđrómantískum stíl. Í höndum Jóns urđu samstígar fimmundir tvísöngsins og tíđ taktskipti rímnalaganna hins vegar efniviđur í stćrri tónsmíđar, ţ. á. m. sinfónísk verk, og hafđi slíkt ekki gerst áđur í sögu íslenskrar tónlistar.
Jón hélt einnig áfram ađ stjórna hljómsveitum á ţriđja áratugnum, međal annars Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig og Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar. Síđarnefndu hljómsveitinni stjórnađi hann međal annars í tónleikaferđ til Noregs, Fćreyja og Íslands sumariđ 1926, og kynnti hann ţar sinfónískar tónbókmenntir fyrir löndum sínum í fyrsta sinn. Međal ţeirra verka sem Hamborgarhljómsveitin frumflutti á Íslandi voru sinfóníur og konsertar eftir Mozart, Beethoven og Schubert, auk fjölmargra smćrri verka. En tónsmíđarnar urđu smám saman helsti starfsvettvangur Jóns, og hann tók alvarlega ţađ hlutverk sitt ađ byggja nýjan stíl á gömlum grunni. Á árunum frá 1925-28 fór Jón m.a. í söfnunarleiđangra um Ísland til ađ hljóđrita síđustu leifar íslenska ţjóđlagsins af vörum fólksins í landinu, og sú vinna reyndist honum vel viđ tónsmíđarnar. Frá ţessum árum eru m.a. forleikurinn Minni Íslands op. 9 (1926), ţar sem Jón fléttar íslenskum ţjóđlögum saman viđ eigin laglínur, og orgelkonsertinn op. 7 (1917-30), ţar sem Jón notar íslenska sálmalagiđ „Allt eins og blómstriđ eina" í verki sem ađ forminu til er hefđbundin passacaglía.

1929-1944 VELGENGNI – BLIKUR Á LOFTI
Tónsmíđar Jóns nutu vaxandi vinsćlda í Ţýskalandi viđ upphaf fjórđa áratugarins. Einfaldari ţjóđlagaútsetningar hans, eins og Rímnadanslögin op. 11 (1929) og op. 14b (1931) voru sérstaklega vinsćlar og voru á efnisskrám danshljómsveita víđa um Evrópu. Áriđ 1933 komu út hjá forlaginu Kistner & Siegel í Leipzig öll ţau tónverk sem Jón hafđi samiđ fram ađ ţeim tíma, og vöktu ţau yfirleitt mikla hrifningu gagnrýnenda. Á ţessum árum varđ einnig til hugmyndin ađ stćrsta verki Jóns, Eddu-óratóríunum, og hann lauk viđ fyrstu óratóríuna (Sköpun heimsins) áriđ 1939. Jón leit á tónlist sína sem tilraun til ađ endurreisa norrćna listsköpun á grunni íslensku fornmenningarinnar, og ritađi m.a. bók sem ber heitiđ Islands künstlerische Anregung (Listrćn köllun Íslands), ţar sem hann viđrar hugmyndir sínar um norrćna menningu. Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma á óvart ađ Jón sótti oft innblástur sinn í Eddukvćđi og fornsögur. Međal verka Jóns sem byggja á skáldskap Eddukvćđa eru Guđrúnarkviđa op. 22 (1940), tóndramađ Baldr op. 34 (fullgert 1947), Helga kviđa Hundingsbana op. 61 (1964) og Grógaldr op. 62 (1965). Ţá notađi hann texta úr Íslendingasögum m.a. í Forníslenskum skáldavísum op. 31 fyrir rödd og píanó (1944) og Darrađarljóđi op. 60 fyrir kór og hljómsveit (1964).
Ţessar hugmyndir Jóns um endurreisn norrćnnar menningar hlutu oft góđan hljómgrunn hjá hugmyndafrćđingum nasista á fyrstu árum Ţriđja ríkisins. Verk Jóns, og sérstaklega ţau sem voru samin undir áhrifum íslenskra ţjóđlaga, ţóttu vera fyrirmyndardćmi um nýja list, og var yfirleitt vel tekiđ af gagnrýnendum sem ađhylltust stefnu nasistaflokksins. Jón var áberandi í ţýsku tónlistarlífi á ţessum árum og fékk verk sín flutt víđa, međal annars á tónleikum Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Berlín áriđ 1936. Jón tók einnig sćti fyrir hönd Íslands í Fastaráđi um alţjóđlega samvinnu tónskálda, sem starfađi undir verndarvćng stjórnvalda. En eftir ţví sem nćr dró síđari heimsstyrjöldinni tók tćkifćrum Jóns í Ţýskalandi nasismans ađ fćkka, og eflaust hefur ćtterni konu hans átt ţar stóran hlut ađ máli. Í mars áriđ 1941 flutti Berlínarfílharmónían orgelkonsert Jóns viđ skelfilegar viđtökur áheyrenda, sem flestir tóku til fótanna. Gagnrýnendur notuđu einnig tćkifćriđ, og rökkuđu niđur bćđi verkiđ og tónskáldiđ í dómum sínum. Eftir ţađ heyrđust verk Jóns ađeins örfáum sinnum á tónleikum í Ţýskalandi, og hann vann ađ tónsmíđunum án ţess ađ hafa nokkur tćkifćri til ađ fá verk sín flutt. Međal verkanna sem Jón samdi á ţessum síđustu árum sínum í Ţýskalandi er Sögusinfónían op. 26 (1941-42), sem lýsir fimm hetjum úr Íslendingasögum, hverri í sínum ţćttinum. Međ verkinu vildi Jón sýna fram á, ađ nasistar hefđu í grundvallaratriđum misskiliđ eđli hins norrćna manns, og ađ tilraunir tónskálda til ađ túlka norrćna skapgerđ í tónum (allt frá Niflungahring Wagners) hefđu allar misheppnast.

1944-1968 ÍSLAND Á NÝ, BREYTINGAR
Jóni tókst loks ađ komast frá Ţýskalandi til Svíţjóđar í febrúar 1944, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dćtrum. Hjónaband hans og Annie hafđi hins vegar lengi stađiđ á brauđfótum, og Jón flutti frá mćđgunum stuttu eftir komuna til Svíţjóđar. Sumariđ 1945 sneri Jón aftur til Íslands, og hóf ađ vinna ađ félagsmálum listamanna af fullum krafti. Hann hafđi áđur átt ţátt í stofnun Bandalags íslenskra listamanna áriđ 1928, en nú átti hann frumkvćđiđ ađ stofnun Tónskáldafélags Íslands og vann ötullega ađ verndun höfundarréttar á vegum STEFs, Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, sem voru stofnuđ áriđ 1948. Á ţessum vettvangi vann Jón mörg ţrekvirki, og barđist af mikilli hörku fyrir ţví ađ Bernarsáttmálinn (sem Ísland undirritađi áriđ 1947) hlyti almenna viđurkenningu. Fyrir ţetta starf sitt varđ Jón umdeildur í íslensku ţjóđlífi, og mátti ţola ýmis konar persónulegar árásir af ţeim sökum. Í dag ţarf ţó engum ađ blandast hugur um, ađ ţótt Jón hafi oft barist fyrir réttindum tónskálda af meira kappi en forsjá, voru kröfur hans bćđi réttmćtar og tímabćrar.
Árin eftir komuna til Íslands einkenndust af ţungbćrum áföllum í einkalífi Jóns. Ţann 12. júlí áriđ 1947 drukknađi Líf, yngri dóttir hans, á sundi viđ vesturströnd Svíţjóđar, ţá 17 ára gömul. Jón samdi fjögur verk í minningu hennar, og eru ţau međ áhrifamestu tónsmíđum hans: Torrek op. 33a fyrir söngrödd og píanó, Requiem op. 33b fyrir blandađan kór, Erfiljóđ - In memoriam op. 35 fyrir karlakór, mezzósópran og einleiksfiđlu (öll samin áriđ 1947) og strengjakvartettinn Vita et mors op. 36 (1948-51). Á ţessum árum voru einnig á kreiki margs konar tilgátur um meint samstarf Jóns viđ nasista, sem Jón tók afar nćrri sér og barđist lengi viđ ađ afsanna. Ţá giftist Jón í annađ sinn áriđ 1950, en hjónaband hans og Altheu Heinz varđi ekki lengi og virđist ekki hafa veriđ gćfusamt. Slćmar viđtökur á verkum Jóns, ţ.á.m. á Sögusinfóníunni áriđ 1950 og köflum úr Eddu-óratóríunni áriđ 1952, höfđu sömuleiđi lamandi áhrif á sköpunargáfu hans. Á árunum 1950-55 samdi Jón ađeins tvö ný verk, en upp úr ţví fór smám saman ađ rofa til á ný. Eftir ađ Jón kvćntist í ţriđja sinn áriđ 1956, Ţorbjörgu Möller, tók viđ hvert nýtt verkiđ á fćtur öđru, og má segja ađ ţá hefjist síđasta tónsmíđatímabil Jóns. Tónsmíđastíll hans tók nokkrum breytingum á ţessum árum: hljóđfalliđ varđ einstrengingslegra, hljómagangurinn einhćfari og hefđbundin úrvinnsla tónefnis enn minna áberandi. Frá ţessum síđustu árum eru m.a. verkin Ţrjú óhlutrćn málverk op. 44 (1960), Geysir op. 51 og Hekla op. 52 (bćđi 1961), og kvartettinn El Greco op. 64 (1965). Á ţessum árum tók Jón einnig upp Eddu-óratóríuna Líf Guđanna op. 42, og lauk viđ smíđi hennar í maí 1966. Hann hófst ţegar handa viđ nćsta stórvirki, Eddu III - Ragnarökr, en honum entist ekki aldur til ađ ljúka viđ verkiđ. Jón lést á Landsspítalanum í Reykjavík ţann 30. júlí 1968.

ÁHUGI VEX, AĐGENGI EYKST
Ţađ leiđ rúmur áratugur frá ţví ađ Jón lést og ţar til almennur áhugi tók smám saman ađ vaxa á tónlist hans. Jón hafđi í lifanda lífi veriđ eins konar samnefnari fyrir nýja tónlist á Íslandi og ekki vel liđinn vegna ţess, enda voru nýjungar í tónsköpun lengi litnar hornauga á međan tónlistarsmekkur landsmanna náđi ekki nema ađ litlu leyti út fyrir síđrómantíska dansk-ţýska sönglagahefđ. Í raun er fátt framúrstefnulegt viđ verk Jóns Leifs, og mćtti frekar kalla tónlist hans tilraun í áttina ađ ţjóđlegum prímítívisma. En verk hans ţóttu erfiđ í flutningi og lítt skemmtileg áheyrnar, og eftir lát Jóns lágu ţau ađ mestu í ţagnargildi. Á ţessu voru ţó nokkrar mikilvćgar undantekningar, t.d. flutningur Hamrahlíđarkórsins á Requiem viđ opnun ISCM-hátíđarinnar í Reykjavík sumariđ 1973, og flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á styttri gerđ Sögusinfóníunnar á Listahátíđ áriđ 1976. Ţađ var ţó ekki fyrr en Hjálmar H. Ragnarsson lauk meistaraprófsritgerđ sinni frá Cornell-háskóla áriđ 1980 ađ umrćđa fór ađ skapast um verk Jóns, og áhugi á verkum hans jókst ár frá ári. Áriđ 1989 stjórnađi bandaríski hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky Sinfóníuhljómsveit Íslands á eftirminnilegum tónleikum í tilefni af ţví ađ 90 ár voru liđin frá fćđingu Jóns, og tveimur árum síđar frumflutti hann tóndramađ Baldr op. 34 međ Sinfóníuhljómsveit Ćskunnar. Ţá birti sćnski tónfrćđingurinn Carl-Gunnar Ĺhlén grein í tímaritinu Tonfallet áriđ 1989, ţar sem m.a. komu fram ýmsar nýjar upplýsingar um ćvi og störf Jóns í Ţýskalandi og Svíţjóđ. Ţađ var ţó ekki fyrr en međ kvikmynd Hilmars Oddsonar, Tár úr steini (1995) sem ćvi og verk Jóns náđu augum og eyrum almennings, og áhrifin létu ekki á sér standa. Íslendingar tóku smátt og smátt ađ gera sér grein fyrir ţví ađ ţótt tónlist Jóns vćri ekki alltaf falleg, snerti hún á stundum viđ innsta kjarna ţjóđarsálarinnar á jafn áhrifamikinn hátt og skáldsögur Laxness eđa málverk Kjarvals, ţótt yfirbragđiđ sé annađ. Ísland hafđi eignast sitt fyrsta ţjóđskáld í tónum. Í dag er tónlist Jóns flutt oftar en nokkru sinni fyrr. Sífellt fleiri verka hans eru ađgengileg í hljóđritunum, og sćnska útgáfufyrirtćkiđ BIS stefnir á heildarútgáfu á tónlist Jóns Leifs á geisladiskum. Frćđilegar rannsóknir standa einnig á ákveđnum tímamótum. Ekkja Jóns, Ţorbjörg Leifs, hefur afhent Handritadeild Landsbókasafns/Háskólabókasafns öll handrit Jóns og skissur, sem og bréfasafn hans og ýmis önnur skjöl sem varđa líf hans og starf. Ţá hefur Íslensk tónverkamiđstöđ stađiđ ađ nýrri útgáfu á verkum Jóns, sem er ćtlađ ađ gera tónlist hans ađgengilega flytjendum í lćsilegu og áreiđanlegu formi. Margt er ţó enn ógert. Ţađ sem nú er mikilvćgast, er ađ ţau verk sem enn hafa aldrei veriđ flutt (um 10 talsins, ţar á međal Eddurnar ţrjár og fjöldi kórverka) fái ađ heyrast sem fyrst, til ţess ađ allir ţeir sem einhvers meta tónlist Jóns Leifs fái tćkifćri til ađ meta lífsstarf hans í heild, án ţess ađ ţurfa ađ geta í eyđurnar. Ţá fyrst verđur Jóni Leifs sýndur sá sómi sem hann verđskuldar, og ţá fyrst verđur hćgt ađ finna verkum hans sinn réttmćta stađ í íslenskri tónlistarsögu.

Árni Heimir Ingólfsson, tónvísindamađur,
stundar doktorsnám viđ Harvard-háskóla í Bandaríkjunum

©Ríkisútvarpiđ og Íslensk tónverkamiđstöđ 1999
.