ĆVI

TÓNLISTIN

JÓN Í DAG


NÓTNAÚTGÁFA ITM

VERKASKRÁ ITM

GEISLADISKASKRÁ

BIS

SKRIF UM JÓN

ŢJÓĐARBÓKHLAĐAN

MÁLŢING

JÓN Í ERLENDU SAMHENGI


"TÁR ÚR STEINI"


NÝLEGIR ÚTVARPSŢĆTTIR

TÓNLEIKAR Á NĆSTUNNI

.
Nóbelsvefurinn: Jón Leifs flytur ávarp til Halldórs viđ komuna til Reykjavíkur, áriđ 1955.


Örn Magnússon fjallar um Jón Leifs og Halldór Laxness:

Jón Leifs 100 ára, 1899-1999

"Öll fullkomin verk bera ţjóđerni mannsins í sér; ţađ birtist í ţeim líf og viđleitni heillar ţjóđar. Í tónlistinni er ekki hćgt ađ benda á neitt íslenskt andlit, - nema Jóns Leifs, sem er í mótun. Ég tel eingan vafa á ţví, ađ sum verk ţessa einkennilega gefna, viljasterka norđlendings eru ţađ upprunalegasta í tilraunum tónrćnnar sköpunar íslenskrar. Íslenskir tónsmiđir hafa flestir veriđ heimilislausir förumenn frammá ţennan dag, truflađir í augnaráđinu einsog menn sem hafa veriđ í stríđi og tapađ minninu og gleymt hverir ţeir eru eđa hvert sé land ţeirra: Ţeir hafa ekki uppgötvađ sitt eigiđ land."
Ţessi tilvitnun og einnig ţćr sem fara hér á eftir eru úr grein eftir Halldór Kiljan Laxness sem ber heitiđ Ţjóđleg tónlist og er frá árinu 1935. Ţeir Jón Leifs og Halldór Laxness eru um margt líkir sem listamenn. Báđir hugsa ţeir í sinfónískum stćrđum. Til grundvallar sköpun listaverksins er lögđ ţjáning, líf og barátta heildarinar. Ţessi heildarhugsun er byggđ á ţví ađ höfundurinn finni fyrir tilvist ţjóđarinnar í brjósti sér en horfi ekki á hana ofan úr hásćti hrokans. (Furtwängler sagđi eitt sinn Brahms til hróss ađ ţćr melódíur sem hann semdi yrđu ţjóđlög.) Til ţess ađ búa til sinfónískt verk ţarf sinfóníska hugsun. Sú hugsun er stór og hún er meira en persónuleg.
"Nú er ţađ menningarlegt lögmál, ađ eingin list getur orđiđ alţjóđleg, nema hún sé í fyrsta lagi ţjóđleg. Allar hermur og eftirstćlingar í listum fćđast andvana, fyrst og fremst af ţví ađ slík list er ekki borin uppi af ţjóđlegu meginafli; af ţví hún túlkar ekki hjarta né háttu ákveđins mannlegs samfélags sem lifir og berst fyrir lífi sínu undir sérstökum skilyrđum, í sérstöku landi; međ sérstaka sögu ađ baki sér; viđ sérstakar náttúruraddir og hrynjandi; sérstakt landslag: Stćlingar á list sem ađrar ţjóđir hafa skapađ sem rökrétta afleiđingu af sínum lífsskilyrđum, ţađ er hiđ andstćđa viđ list, svik undan merkjum, tilraun til ađ komast undan í ţví ađ tala máli ţeirrar stríđandi lífsheildar sem íslenskt ţjóđerni táknar, í gleđi og harmi."
Báđir eyđa ţeir Halldór og Jón stórum hluta starfsferils síns erlendis og eru umdeildir menn bćđi fyrir skođanir sínar og verk. Halldór Laxness naut ţess ţó ađ Íslendingar höfđu stundađ bókmenntir í árhundruđ ţegar hann kemur fram á sjónarsviđiđ og eru verk hans ađ mörgu leyti hápunktur á bókmenntavinnu Íslendinga á síđari tímum. Jón Leifs hefur ekki á sama grunni ađ byggja. Tónmenntum Íslendinga hafđi hnignađ eftir siđaskipti. Ţegar Íslendingar fóru ađ menntast á ný í tónfrćđum um miđja síđustu öld varđ ákveđin afneitun á ţeirri tónlist sem til var í landinu og samanstóđ af ţjóđlögum, rímasöng og sálmalögum, oft í mjög fornum tóntegundum sem löngu voru komnar úr tísku í öđrum Evrópulöndum. Tónlistararfur okkar féll ţví ekki ađ hinum nýja siđ og var best gleymdur ađ margra mati. Jón Leifs hefur ţví enga íslenska hefđ í tónskáldskap á ađ byggja. Íslenskir tónlistarunnendur á ţeim tíma voru heldur ekki vanir ađ taka rímnasöng eđa fimmundarstemmur alvarlega, hvađ ţá ađ telja ţetta til okkar dýrustu verđmćta eđa leggja til grundvallar í tónsmíđum. Ţetta oft á tíđum dapurlega alţýđusöngl sem átti sér fljótt á litiđ enga samsvörun í menningu annarra landa. En ţarna fann tónskáldiđ efniviđ í tónsmíđar sínar.
"Ţađ snjalla í fari Jóns Leifs er ţetta: hann hefur heyrt íslenska tóna. Ţađ er enn einu sinni sagan um kólumbusareggiđ. Hann hefur fundiđ íslensk tónstef, sem viđ ţekkjum öll, ţví ţau leynast í okkar eigin brjóstum, hvers og eins."
Jón fer í söfnunarferđir um landiđ og hlustar á fólkiđ syngja, hljóđritar og skrifar niđur. Hann skynjar moldina og lággróđurinn sem er alltaf sterkastur í ţessu harđbýla landi. Hann leitar til rótanna og byggir tónlist sína úr ţessum efniviđi, líkt og Halldór Laxness gerir nokkrum árum seinna er hann ferđast um og safnar efni í skáldsögurnar stóru, ţar sem saga bóndans er sögđ í Bjarti og skáldsins í Ólafi Kárasyni og stúlkunnar í Sölku Völku. Og lesendur eru stöđugt ađ finna sig í bókum Halldórs. (Einu sinni heyrđi ég konu á Norđurlandi segja: "Salka Valka, hún er systir mín.") Ađ baki sögunni liggur sinfónískur hugsunarháttur. Háttur sem skírskotar til tóns sem býr í hverjum okkar og um leiđ í heildinni.
"Til ţess eru listamenn, ađ gefa lagbođum ţjóđanna ćđra form, ađ skapa list úr ţví efni, sem ţjóđin leggur til sjálf, sem hún sjálf er. Fólkiđ leggur til lífsstríđ sitt, listamađurinn hefur ţađ til ćđri tjáningar í verkum sínum."
Ţótt Halldór Laxness ćtti sér volduga andstćđinga hér á landi stóđ hópur stuđningsmanna ađ baki honum, ţví landsmenn höfđu lengi getađ skiliđ hismiđ frá kjarnanum ţegar bókmenntir voru annarsvegar. Ţegar viđ á hinn bóginn lítum yfir feril Jóns Leifs hér heima verđur annađ uppi á teningnum. Tónmenntir samtímans voru hér enn stutt á veg komnar og ţeir sem stjórnuđu tónlistarmálum tóku honum ekki opnum örmum. Ţeir höfđu einfaldlega ekki forsendur til ađ átta sig á hvađ ţarna var á ferđinni. Ţó voru til ţeir landsmenn sem vissu og fundu hvers virđi tónlist hans var, eins og sjá má á grein Halldórs sem vitnađ hefur veriđ til hér.
Ţegar Halldór Laxness kom heim međ Gullfossi eftir ađ hafa tekiđ viđ Nóbelsverđlaununum í bókmenntum áriđ 1955 var samkoma á hafnarbakkanum og fyrir hönd listamanna fagnađi Jón Leifs skáldinu. Nú eru ađrir tímar og bjartari fyrir tónlist Jóns Leifs. Ţegar tónverk hans eru frumflutt hér, svo sem Sögusinfónían eđa Orgelkonsertinn, rísa tónleikagestir úr sćtum og hljóđritanir međ verkum hans hljóta verđlaun og vekja athygli hjá öđrum ţjóđum.
Tónlist Jóns Leifs stendur og talar fyrir sig sjálf. Hún segir sannleikann um ţjóđina í brjósti tónskáldsins. Og af ţví ađ hún ber í sér íslensk sérkenni, vísar hún langt út fyrir okkar ţjóđmenningu, líkt og sagan af Bjarti í Sumarhúsum.

Á sumardaginn fyrsta 1999
Örn Magnússon, píanóleikari

Úr tónleikaskrá Afmćlistónleika í Salnum í Kópavogi, 22. apríl 1999

©Ríkisútvarpiđ og Íslensk tónverkamiđstöđ 1999
.