Ađdragandi Brautryđjendur Landnámiđ Nýtt samfélag NútíminnSamtímaheimildir
Fyrstu tvö árin
Jóhann Briem

Fréttir frá Shawano
Stefán Guđmundsson

Bókmenntir
- Sandy Bar
Guttormur J. Guttormsson

Viđtöl
Landnámssögur
Guđjón Árnason og fleiri

Sandy Bar
kvćđi eftir Guttorm J. Guttormsson

Magnús Elíasson fer međ kvćđiđ
Upptaka úr safni Ríkisútvarpsins (RÚV 1981)


Ţađ var seint á sumarkveldi

sundrađ loft af gný og eldi,
Regn í steypistraumum felldi,
stöđuvatn varđ hvert mitt far.
Gekk ég hćgt í hlé viđ jađar
hvítrar espitrjáarađar,
Kom ég loks ađ lágum tjaldstađ
landnemanna' á Sandy Bar,
Tjaldstađ hinna löngu liđnu
landnámsmanna á Sandy Bar

Ţögnin felur ţeirra heiti.
Ţeir voru lagđir hér í bleyti.
Flćddi ţá um laut og leiti
lands, viđ norđan skýjafar.
Andi dauđans yfir straumi
elfar, sveif í hverjum draumi.
Var ţá sem hans vćngjaskuggi
vofđi yfir Sandy Bar.
Skuggablik hans fálkafjađra
félli yfir Sandy Bar.

Ţađ er hraustum heilsubrestur:
hugbođ um ađ verđi gestur
kalliđ handan, höndum frestur
hlotnist ei ađ smíđa far,
ţá til ferđar yfir álinn
ei er reiđubúin sálin, -
og á nálaroddum voru
iljar manna, á Sandy Bar,
voru á nálum óljóss ótta
allir menn á Sandy Bar.

Ađ mér sóttu ţeirra ţrautir,
ţar um espihól og lautir,
fann ég enda brenndar brautir,
beđiđ hafđi dauđinn ţar.
Ţegar elding loftiđ lýsti,
leiđi margt ég sá, er hýsti
landnámsmanns og landnámskonu
lík - í jörđ á Sandy Bar,
menn, sem lífiđ, launađ engu
létu fyrr á Sandy Bar.

Heimanfarar fyrri tíđa
fluttust hingađ til ađ líđa,
sigurlaust ađ lifa, stríđa
leggja í sölur heilsufar,
falla, en ţrá ađ ţví ađ stefna
ţetta heit ađ fullu efna:
meginbraut ađ marki ryđja
merkta út frá Sandy Bar,
braut til sigurs rakleitt, rétta
ryđja út frá Sandy Bar.

ég varđ eins og álft í sárum,
og mér ţótti verđa, ađ tárum
regn af algeims augnahárum -
ofan ţađan grátiđ var,
reiđarslögin lundinn lustu,
lauftrén öll hin hćstu brustu,
sem ţar vćru vonir dauđra
veg ađ ryđja, á Sandy Bar,
ryđja leiđir lífi og heiđri
landnemanna á Sandy Bar.

Vonir dána mikilmagnans
mega fćra áfram vagn hans,
verđa, ađ liđi, vera gagn hans,
vísa mörgum í hans far.
Rćtast ţćr í heilum huga
hvers eins manns, er vildi duga,
og nú kenndur er viđ landnám
allt í kringum Sandy Bar,
hefir lagt sér leiđ ađ marki
landnemanna á Sandy Bar.

Hafin verk og hálfnuđ talin
helgast ţeim, sem féllu' í valinn.
- Grasnál upp međ oddinn kalinn
óx, ef henni leyft ţađ var,
en ţess merki í broddi bar hún
bitru frosti stýfđ ađ var hún.
Mér fannst grćna grasiđ kaliđ
gróa kringum Sandy Bar,
grasiđ kaliđ ilma, anga
allt í kringum Sandy Bar.

Ég fann yl í öllum taugum,
og mér birti fyrir augum.
Vafurloga lagđi af haugum
landnámsmanna nćrri ţar.
Gulliđ var, sem grófst ţar međ ţeim,
gildir vöđvar, - afl var léđ ţeim, -
ţeirra allt, sem aldrei getur
orku neytt á Sandy Bar.
Ţađ, sem ekki áfram heldur,
er í gröf á Sandy Bar.

Stytti upp og himinn heiđur
hvefldist stirndur, meginbreiđur
eins og vegur valinn, greiđur,
var í lofti sunnan far. -
Rofinn eldibrandi bakki
beint í norđur var á flakki.
Stjörnubjartur, heiđur himinn
hvelfdist yfir Sandy Bar,
himinn, landnám landnemanna,
ljómađi yfir Sandy Bar.


Efnisyfirlit Heimildir Tenglar Gestabók Póstur
Ritsjóri:  Ritstjórar:  Viđar Hreinsson og Jón Karl Helgason
Höfundur meginmáls:  Viđar Hreinsson
Hönnun og samsetning:  Anna Melsteđ
Vefur c 1999 RÚV 1999