Ađdragandi Brautryđjendur Landnámiđ Nýtt samfélag NútíminnSamtímaheimildir
Auđnuleysis- hljómkviđan
Bill Holm

Ávarp fjallkonunnar
Íslendingadagurinn í Gimli 1944

Bókmenntir
- Ljóđ
Kristjana Gunnars

Sólfiskurinn
David Arnason

Viđtöl
Leyndardómur vínartertunnar
Úr útvarpsţáttum RÚV frá 1996

Jóhann Briem
Landnámsljóđ eftir Kristjönu Gunnars

Kristjana Gunnars er fćdd á Íslandi 1948. Hún fluttist til Bandaríkjanna 16 ára gömul en fluttist til Kanada 1969 og hefur búiđ ţar síđan. Hún skrifar á ensku og er vel ţekkt skáld og rithöfundur í Kanada, hefur skrifađ ljóđ, skáldsögur og smásögur. Hún vakti ţegar athygli fyrir fyrstu ljóđabćkur sínar, Settlement Poems 1-2, sem komu út áriđ 1980, eftir rannsóknir hennar á ýmsum sögulegum heimildum, íslenskum og vesturíslenskum. Í ljóđunum kveđst hún á viđ ţessar heimildir á sinn eigin persónulega hátt. Ljóđin tvö hér ađ neđan eru ort út af kafla úr frásögn Jóbanns Briem sem er hér á vefnum. Birt međ góđfúslegu leyfi höfundar.

JÓHANN BRIEM 2, V

ekki hvannarót
hún er ekki banvćn
ekki sú sem vex
í fjöllunum viđ

hjaltastađaţingá

rótin sem jón ţorkelsson
frá klúku át
6. september, 1876

var ekki hvannarót

krossleggiđ rekurnar
yfir honum
beriđ kistuna kringum

kirkjuna, beriđ hann
á herđum ykkar, snúiđ honum
í ţrígang

réttsćlis, ţegar presturinn
kastar rekunum
fylliđ gröfina í snatri

trađkiđ fjalliđ niđur
međ berum fótum, í tvígang

gangiđ frá gröfinni sléttri

svo hann varpi ekki sólarúrs-
skugga á međan dagur hnitar hringi
á međan gengiđ er frá gröfinni

ekki skilja eftir ummerki
um hvannarótafjöll, ekki
hvannarót

hún er ekki banvćn


JÓHANN BRIEM 2, VI


veđriđ á andlátsdaginn
veltur á hinum látna
grimman mann er illt
ađ grafa, eins og bjarna

sýslumann halldórsson frá ţingeyri
grafinn 1773 í hagléli
(kistunni endastungiđ
ofan í skurđ

ţar hvílir hann enn
á haus, enda var hann
mađur grimmur) ţú uppskerđ
eins og ţú sáir

en anna, af hverju ekkjan anna
(guđmundsdóttir frá steđja
á ţelamörk) hvernig getur
ţetta gamla lögmál átt viđ hana

kannski gengur ţađ ekki upp á nýja íslandi
ekkert gengur upp

sjáiđ önnu ganga út á winnipeg-vatn,
síđla vetrar 1877, sjáiđ hana fara

án ţess ađ eiga afturkvćmt
ţannig er ţađ
mađur týnist ţarna úti

og á ekkert undir gćfunni
grimmdin ríkir
í hagli og hríđarbyl

bregstu harkalega viđ ef ţú ert


Efnisyfirlit Heimildir Tenglar Gestabók Póstur
Ritsjóri:  Ritstjórar:  Viđar Hreinsson og Jón Karl Helgason
Höfundur meginmáls:  Viđar Hreinsson
Hönnun og samsetning:  Anna Melsteđ
Vefur c 1999 RÚV 1999