Ađdragandi Brautryđjendur Landnámiđ Nýtt samfélag NútíminnSamtímaheimildir
Vesturfarasaga 1873
Guđmundur Stefánsson

Bókmenntir
Til Vesturfara
Tómas Jónasson

Á burtsiglíngu frá Íslandi
Undína skáldkona

Brautryđjendur vestanhafs

Hinn 12. maí áriđ 1870 lögđu fjórir ćvintýramenn af stađ frá Eyrarbakka til Vesturheims. Ţeir komu til Quebec í Kanda 18. eđa 19. júní. Ţađan héldu ţeir áfram og komu til Milwaukee í Bandaríkjunum 27. júní og nokkru seinna til Washingtoneyjar á Michiganvatni ţar sem ţeir settust ađ međal bćnda og fiskimanna. Á nćstu árum komu ţangađ fáeinir Íslendingar til viđbótar.

Áriđ 1872 fluttu 22 Íslendingar til Bandaríkjanna og Kanada. Fyrir 17 manna hópi fór Páll Ţorláksson, bóndasonur og stúdent frá Stóru-Tjörnum í Suđur-Ţingeyjarsýslu. Ţorlákur Jónsson fađir hans hafđi hvatt hann til ađ fara vestur um haf til náms frekar en til Kaupmannahafnar. Í hópnum voru ađallega Ţingeyingar og Sunnlendingar, einn ţeirra var Haraldur bróđir Páls. Ţeir lögđu af stađ 13. júní frá Eyrarbakka til Liverpool og ţađan til Quebec. Sumir fóru til Washington-eyjar en Páll, Haraldur, Jóhannes Arngrímsson og nokkrir ađrir fóru til Milwaukee og fengu ţar vinnu, en Páll hóf guđfrćđinám. Ţrír fóru til Milwaukee frá Akureyri og einn hélt til Boston. Eyfirđingurinn Sigtryggur Jónasson, tvítugur röskleikapiltur, fór einn síns liđs vestur um haf. Hann fékk vinnu í Ontario í Kanada og grćddist nokkuđ fé. Páll og Sigtryggur urđu helstu leiđtogar Íslendinga fyrstu árin, feđur landnámsins í Bandaríkjunum og Kanada og báđir hvöttu landa sína til ađ flytjast vestur.


Auglýsing úr Framfara 1877.

Hugmyndin um vesturferđirnar hélt áfram ađ gerjast, ekki síst í Ţingeyjarsýslu. Veturinn 1872-73 funduđu bćndur ţar, og voru Ţorlákur Jónsson og tveir ađrir kosnir til ađ ferđast um landiđ og vinna vesturferđum fylgi. Um voriđ og sumariđ héldu nokkrir Íslendingar vestur. Ţeirra á međal voru kornungur landflótta ritstjóri og skáld, Jón Ólafsson, og séra Jón Bjarnason sem varđ trúarleiđtogi Íslendinganna í Kanada. Síđsumars fór loks stór hópur, um 160 manns, frá Akureyri um Skotland til Kanada, eftir nokkuđ langa og ţreytandi biđ. Í hópnum voru mektugir góđbćndur eins og Ţorlákur Jónsson, menntamenn og fjögur skáld sem urđu međal ţeirra merkustu í Vesturheimi, Kristinn Stefánsson, Undína, Sigurđur Jón Jóhannesson og Stephan G. Stephansson. Skrifađi Guđmundur Stefánsson, fađir Stephans G., forvitnilega lýsingu á ferđinni vestur.

Fyrstu árin virđist mikill hluti vesturfaranna hafa veriđ framtakssamir einstaklingar sem vildu reyna eitthvađ nýtt. En ţegar á leiđ og fargjöld lćkkuđu í verđi var meira um ađ fólk flytti til ađ flýja fátćkt og bág kjör. Voru ţess jafnvel dćmi ađ sveitarstjórnir borguđu undir sveitarómaga til ađ losna viđ ţá, eins og lýst er skemmtilega í smásögu Gunnsteins Eyjólfssonar, „Hvernig ég yfirbugađi sveitarráđiđ“. Fćstir vesturfarar voru veraldarvanir og ţess vegna voru ţeir auđveld bráđ misindismönnum og svindlurum sem höfđu af ţeim fé. Og mörgum varđ hált á sollinum í Winnipeg.


Efnisyfirlit Heimildir Tenglar Gestabók Póstur
Ritsjóri:  Ritstjórar:  Viđar Hreinsson og Jón Karl Helgason
Höfundur meginmáls:  Viđar Hreinsson
Hönnun og samsetning:  Anna Melsteđ
Vefur c 1999 RÚV 1999