Ađdragandi Brautryđjendur Landnámiđ Nýtt samfélag NútíminnSamtímaheimildir
Sollurinn í Winnipeg
Blađaskrif úr Framfara

Indíáninn John Ramsey
Guttormur Guttormsson

Bókmenntir
Bóndabćr í Ameríku
Brot úr leikriti eftir Stephan G. Stephansson

Winnipeg Icelander
Kvćđi eftir Guttorm Guttormsson

Hvernig ég yfirbugađi sveitarráđiđ
Smásaga eftir Gunnstein Eyjólfsson

Viđtöl
Tungumál Vestur-Íslendinga
Kristinn Oddsson og fleiri

Indíánasögur
Haraldur Sigmar og Guđjón Árnason

Nýtt samfélag Vestur-Íslendinga

Oft hefur veriđ talađ um ađ Vestur-Íslendingar hafi stofnađ nýtt lýđveldi í norđurhéruđum Kanada međ eigin lögum og stjórnarskrá. Líkast til hefur ţađ veriđ fyrir áhrif frá landnámi Íslands, sem menn höfđu einatt í huga - ţeir tóku til dćmis ađ skrá sínar eigin Landnámabćkur ţegar fram liđu stundir. En áriđ 1881 voru landamćri Manitoba víkkuđ og Nýja Ísland varđ ţví hluti fylkisins. Íslendingar höfđu einir rétt á landnámi á svćđinu til ársins 1897 og eftir ţađ tóku fleiri ađ setjast ţar ađ, einkum ţó Úkraínumenn. Ţeir voru kallađir Gallar og gekk á ýmsu međ sambúđina, en međ tímanum blönduđust ţjóđirnar.


Veiđar um ís á Winnipegvatni á fyrri hluta aldarinnar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Fyrstu áratugina var svćđiđ ţví ađ mestu íslenskt, og ţví var hćgara um vik ađ halda viđ ţjóđerninu. Hins vegar féll lífiđ fljótt í formlegar skorđur međ opinberum stofnunum, samgöngukerfi, skólum og öđru slíku. Á níunda áratugnum lá viđ landauđn á Nýja Íslandi í kjölfar flóđa, skógarelda og annarra hörmunga. Fólk flutti til Norđur-Dakota og til hinna frjósömu kornrćktarsvćđa í Argyle í suđvesturhluta Manitoba. Á ţessum áratugum hófust landnám víđar, til dćmis í Lundar og á nokkrum öđrum stöđum í Manitoba, og Saskatchewan, Red Deer (Markerville) norđan Calgary í Alberta, Vancouver og fleiri stöđum í Bresku Kólumbíu, Minneota í Minnesota. Margir settust ađ í Selkirk skammt norđan viđ Winnipeg en mestur fjöldi Íslendinga bjó ţó í Winnipeg. Í borgunum ađlöguđust menn kanadísku samfélagi hrađar og enska blandađist íslenskunni meira en í dreifbýlinu.

Hin rótgróna íslenska bókmenning styrkti ţjóđerniskennd Íslendinganna í Vesturheimi og fróđleiksţorstinn teygđi marga til náms sem greiddi ţeim leiđ til metorđa í kanadísku samfélagi. Fyrsta sönnun ţessa var Framfari, en saga blađsins er talin einstćđ í sögu norđur-amerískrar blađamennsku. Blađiđ fór ţó fljótlega á hausinn. Nćsta blađ var Leifur sem tórđi frekar stutt, en Heimskringla og Lögberg voru stofnuđ 1886 og 1888 og eru enn gefin út, reyndar sameinuđ. Kirkjulega mánađarritiđ Sameiningin var stofnađ áriđ 1886. Fyrir aldamót höfđu komiđ út yfir 20 blöđ og tímarit um lengri eđa skemmri tíma. Bókaútgáfa var einnig gróskumeiri miđađ viđ höfđatölu en á Íslandi, og hlutfallslega miklu fleiri birtu skáldskap í blöđunum.


Heyannair á Víđimýri, Riverton, í kringum 1915.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Trúarbrögđin voru annar ţáttur sem sameinađi Íslendingana vestra, en sundrađi ţeim um leiđ. Kirkjan var međ sínum hćtti félagsleg stofnun sem menn fluttu međ sér, og varđ ađ sama skapi mikilvćg sem félagslegt haldreipi. Síđar meir stofnuđu menn félög af ýmsu tagi, ţar á međal bindindisfélög, kvenfélög, framfarafélög og verkalýđsfélög. Íslenskar konur í Winnipeg voru í fararbroddi í kanadískri kvenréttindabaráttu en helsti leiđtogi ţeirra var Margrét J. Benedictson. Kirkjur voru byggđar fljótt, ţar á međal á Gimli, og í Winnipeg var brátt stofnađur söfnuđur og stór kirkja reist áriđ 1885. Vegna mikilvćgis kirkjunnar međal landnemanna varđ kirkjustarf oft leiđ manna til valda, en háđslega gagnrýni um slíkt metorđaklifur má lesa í sögu Gunnsteins Eyjólfssonar, Elenóru (1894). Annar gamansamur vestur-íslenskur höfundur var Kristján Níels Júlíus Jónsson, betur ţekktur undir heitinu Káinn (KN), en margir kviđlingar hans urđu fleygir, bćđi í Vesturheimi og á Íslandi.

Frá upphafi var hins vegar verulegur klofningur milli hópa í kirkjunni. Yfirleitt voru ţađ frjálslyndir og rétttrúađir sem deildu, ţótt átökin vćru oft af persónulegum rótum sprottin. Fyrsti klofningurinn var milli prestanna Jóns Bjarnasonar sem var frjálslyndur og Páls Ţorlákssonar sem var rétttrúađur. Fylgismenn Páls fluttust til Norđur Dakota. Síđar varđ Jón rétttrúađur og barđist hatrammlega gegn frjálslyndum mönnum í trúarefnum, ţar á međal skáldinu Stephani G. Stephanssyni. Stephan hafđi stofnađ frjálslynt framfarafélag međ fleiri mönnum í Norđur Dakota, en kastađi síđar trúnni og sneri baki viđ öllu kirkjustarfi. Blöđin Lögberg og Heimskringla voru oft vettvangur ţessara og annarra deilna. Stundum loguđu ţau af persónulegum svívirđingum. Ţađ var raunar mótsagnakennt ađ Heimskringla var íhaldsamt í stjórnmálum og frjálslynt í trúmálum, en ţví var öfugt fariđ međ Lögberg sem var frjálslynt í stjórnmálum og íhaldssamt í trúmálum.


Efnisyfirlit Heimildir Tenglar Gestabók Póstur
Ritsjóri:  Ritstjórar:  Viđar Hreinsson og Jón Karl Helgason
Höfundur meginmáls:  Viđar Hreinsson
Hönnun og samsetning:  Anna Melsteđ
Vefur c 1999 RÚV 1999