Ađdragandi Brautryđjendur Landnámiđ Nýtt samfélag Nútíminn
Til bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil bakaTil baka


Til baka

Til bakaTil baka

Til baka
Nokkrar persónur úr sögu Vestur-Íslendinga

Gunnsteinn Eyjólfsson (1866-1910)

Gunnsteinn Eyjólfsson var frá Unaósi í Útmannasveit í Norđur-Múlasýslu en fluttist vestur um haf 1876 međ foreldrum sínum. Hann varđ bóndi á Unalandi viđ Íslendingafljót. Hann keypti ţreskivél fyrstur manna í Nýja Íslandi, en fékkst einnig viđ verslun og póstafgreiđslu. Gunnsteinn var afar fjölhćfur mađur, rithöfundur og tónskáld. Um hann segir Ţorsteinn Ţ. Ţorsteinsson í Sögu Íslendinga í Vesturheimi:

Hann átti óvanalega fjölţćttum gáfum á ađ skipa, og lagđi gerva hönd á flest. Hann menntađi sig sjálfur manna bezt, og var lífiđ og sálin í leiklist, söng og hornablástri Ný-Íslendinga í fornri tíđ. Gunnsteinn var vitur og hćđinn í sögum sínum en angurblíđur í tónsmíđum. Hann er rödd hrópandans á eyđimörkinni í ţann tíđ, er kýrin slćr stofnana um koll í túninu međan Jón á Strympu sefur inni í bć.

Gunnsteinn skrifađi ádeilugreinar í blöđin, fleiri sögur af Jóni á Strympu en ţá sem hér er birt, einnig stutta skáldsögu, Elenóru sem kom út 1894 og fjallar um unga stúlku sem flekuđ var í sollinum í Winnipeg og lést af barnsförum. Ţar er beisk ádeila á yfirdrepsskap og trúhrćsni leiđtoga Íslendinga í Winnipeg. Hann lést frá ófullgerđri skáldsögu ţar sem ađeins upphafiđ og endirinn hafa varđveist. Upphafiđ segir af vestur-íslenskum stjórnmálamanni ađ kaupa atkvćđi međ peningum og brennivíni, lokakaflinn lýsir ţví ţegar hann er dauđur og kemur til helvítis.

Guttormur J. Guttormsson (1878-1966)

Guttormur J. Guttormsson fćddist ađ Víđivöllum viđ Íslendingafljót í Nýja-Íslandi. Hann var ţrjú ár í barnaskóla en var ađ öđru leyti sjálfmenntađur. Hann var bóndi, tónelskur og lék í lúđrasveit. Hann er oft talinn annađ mesta skáld Vestur-Íslendinga, nćst á eftir Stephani G. Stephanssyni. Hann var einkum ljóđskáld en skrifađi einnig nokkur leikrit. Fyrsta ljóđabók hans, Jón Austfirđingur og nokkur smákvćđi kom út 1909. Meginhluti bókarinnar er langt sögukvćđi um vesturfarann Jón Austfirđing, vesturferđ hans, erfiđ kjör og afdrif. Nćsta bók, Bóndadóttir, kom út 1920 og geymir nokkur ţekktustu kvćđi hans, eins og t.d. „Sandy Bar“ og „Winnipeg Icelander.“ Síđan komu út Gaman og alvara (1930), Hunangsflugur (1944) og Kanadaţistill (1958) Guttormur var ádeilinn og róttćkur í skođunum en um leiđ gamansamur, jafnvel kaldhćđinn. Hann orti gjarnan um líf og veruleika Vestur-Íslendinga, en átti ţađ líka til ađ taka hluti úr sínu nánasta umhverfi og setja í óvćnt samhengi.

Jón Bjarnason (1845-1914)

Séra Jón Bjarnason var prestssonur frá Álftafirđi. Eftir ađ hann lauk prófi frá Prestaskólanum međ glćsibrag varđ hann kennari í Reykjavík um hríđ. Hann fór vestur um haf 1873, ásamt konu sinni, Láru Guđjohnsen sem var tónlistarkona og kennari „dóttir hins ţjóđfrćga söngmeistara vor Íslendinga, Péturs Guđjónssonar“ eins og Páll Ţorláksson orđar ţađ í bréfi. Ţau dvöldu í Milwaukee og Minneapolis, en sumariđ 1877 fóru ţau til Nýja Íslands og Jón vann ţar prestverk. Sumariđ eftir var hann svo kallađur til prests á Gimli af meirihluta landnemanna í Nýja Íslandi. Áđur hafđi séra Páll Ţorláksson komiđ ţar og ţjónađ fólki. Ekki var fullkomin eindrćgni um hvorn ţeirra skyldi kalla til en helstu foringjar landnemanna voru hlynntir séra Jóni. Af ţessum ágreiningi spruttu trúardeilur, Jón ţótti frjálslyndur en Páll var undir meiri áhrifum norsku kirkjufélaganna og ađhylltist strangari bókstafstrú. Báđir voru mikilhćfir leiđtogar, en erfitt er ađ ráđa í ađ hve miklu leyti deilurnar voru trúarlegar og ađ hve miklu leyti persónulegar eđa tengdar kunningsskap.

Séra Jón fluttist aftur til Íslands 1880, en fluttist síđar til Winnipeg og lést ţar. Hann var lengst af andlegur leiđtogi trúađra Vestur-Íslendinga, leiddi Kirkjufélag ţeirra og ritstýrđi riti ţess, Sameiningunni. Hann var afar ritfćr og ţótti góđur rćđumađur. Ţađ er kaldhćđnislegt ađ međ árunum varđ séra Jón ć strangari í trúmálum og átti í deilum viđ frjálslyndari klerka og leikmenn, međal ţeirra Stephan G. Stephansson og félaga hans í Menningarfélaginu sem ţeir stofnuđu í Norđur-Dakota á síđari hluta 9. áratugarins.

Jón Ólafsson ritstjóri og skáld (1850-1916)

Jón Ólafsson ritstjóri og skáld var hálfbróđir Páls Ólafssonar skálds. Hann var einn litríkasti blađamađur Íslandssögunnar. Blađamennskuferill hans hófst 1868. Hann flúđi land öđru sinni fyrir óţćgđ viđ stjórnvöld á Íslandi áriđ 1872, ađ ţessu sinni til Ameríku. Ţá voru vesturferđirnar ađ hefjast og Jón sýndi ţeim mikinn áhuga. Hann fékk ţá hugmynd ađ Íslendingar nćmu land í Alaska. Hann vann ađ ţví ađ afla fylgis stjórnvalda í Bandaríkjunum viđ ţá hugmynd og hitti sjálfan Grant forseta. Bandarísk stjórnvöld höfđu áhuga á málinu ţví ţau voru nýlega búin ađ kaupa Alaska og sćttu gagnrýni fyrir. Ţeim var ţví í mun ađ finna einhver not fyrir skikann. Ekkert varđ ţó úr ţessu og Jón sneri aftur til Íslands 1875. Síđan fór hann aftur til Vesturheims og gerđist ritstjóri Lögbergs og síđan Heimskringlu. Jón átti án efa sinn ţátt í ţeim skćtingstón sem tíđkađist milli blađanna. Lćgst lögđust ritstjórarnir ţegar ţeir sökuđu hver annan um ađ eiga sök á dauđa Gests Pálssonar skálds, sem var ritstjóri Heimskringlu 1890-91. Víst er ađ Gestur kunni ekki viđ illdeilurnar og ţreifst ekki vel í Winnipeg. Hann var í ţann veginn ađ snúa aftur til Íslands ţegar hann veiktist og dó. Áriđ 1893 gaf Jón út mánađarritiđ Öldina, sem var afbragđsgott menningarrit og birti úrvals skáldskap, frćđsluefni og menningarumrćđu. Stephan G. orti mikiđ í Öldina. Jón sneri aftur til Íslands og sat m.a. á ţingi um skeiđ. Jón var allgott skáld og hann hefđi gjarnan viljađ rćkta ţá gáfu betur. En hann var ákafur athafnamađur og hafđi ţví lítiđ tóm til yrkinga. Hann tók ţátt í bókmenntaumrćđu og var vćgast sagt óvćginn gagnrýnandi.

Jóhann Magnús Bjarnason (1866-1945)

Jóhann Magnús Bjarnason fćddist ađ Međalnesi í Fellum, Norđur-Múlasýslu. Hann fluttist vestur um haf međ foreldrum sínum 9 ára gamall. Ţau bjuggu fyrst í Nova Scotia en síđan í Winnipeg ţar sem hann lauk kennaraprófi. Hann var lengst af barnakennari á Nýja Íslandi, en bjó einnig víđar í Kanada. Hann hafđi mikinn metnađ til ritstarfa, fylgdist međ bókmenntaumrćđu og nýjungum á ţví sviđi og skrifađi mikiđ. Hann var viđkvćmur og hrifnćmur, oft barnslega einfaldur í skrifum sínum. Dugnađur hans viđ skriftir og útgáfu hafđi mikla ţýđingu fyrir upphaf vestur-íslenskra bókmennta. Tvítugur gaf hann út fyrsta ljóđakveriđ vestanhafs (1887) međ ljóđum eftir sig og tvö önnur skáld, Kristin Stefánsson (1856-1916) og Sigurđ Jón Jóhannesson (1850-1923). Hann var einnig fyrstur til ađ gefa út lausamálsskáldskap á bók, Sögur og kvćđi 1892. Sá skáldskapur ţótti ekki burđugur, en kveđskapurinn í Ljóđmćlum 1898 var betri, honum tekst oft mćtavel ađ lýsa kjörum fátćkra og smáđra innflytjenda. Hann skrifađist á viđ Stephan G. Stephansson, ţeir skiptust á skođunum um bókmenntir og Stephan réđ honum heilt. Ţó ađ Stephan hrósađi mjög Ljóđmćlum Magnúar frá 1898 í vönduđum og sanngjörnum ritdómi, hlutu ţau blendnar viđtökur og Jóhann Magnús sneri baki viđ ljóđagerđ og hallađi sér ađ sagnaritun, bćđi skáldsagna og smásagna sem nutu mikilla vinsćlda. Ađ frátöldum stuttum skáldsögum eftir Gunnstein Eyjólfsson og Snć Snćland (dulnefni fyrir Kristján Ásgeir Benediktsson) er skáldsagan Eiríkur Hansson I-III (1899-1903) eftir Jóhann Magnús fyrsta vestur-íslenska skáldsagan, og án efa sú fyrsta sem veigamikil getur talist. Sagan er ţroskasaga drengs sem vestur flutti, skemmtileg aflestrar. Frásagnargleđi Jóhanns Magnúsar blómstrađi í Brasilíuförunum (1905-1908) og Í Rauđárdalnum (1942, kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu Syrpu 1913-1922). Báđar eru rómantískar ćvintýra- og leynilögreglusögur, sú fyrri fjallar um Brasilíufarana, sú síđari gerist ađ mestu í Winnipeg. Jóhann Magnús gaf líka út „drengjasöguna“ Karl litla (1935) sem er ćvintýri, og smásagnasöfnin Vornćtur á Elgsheiđum (1910) og Haustkvöld viđ hafiđ (1928). Ţá skrifađi hann nokkur leikrit sem ekki hafa veriđ prentuđ. Ţekktasta smásaga Jóhanns Magnúsar er án efa „Íslenskt heljarmenni“ - um hraustan íslenskan karl sem bjó á eyju fyrir austurströnd Kanada, hetjusaga Íslendings sem bar af öllum hraustmennum öđrum.

Káinn/KN - Kristján Níels Júlíus Jónsson (1860-1936)

Káinn fćddist á Akureyri en fluttist 1878 til Vesturheims. Frá 1883 bjó hann í Norđur-Dakota, var einhleypur, fremur drykkfelldur fjósamađur lengst af, en ef til vill er ţađ rétt sem rithöfundurinn Bill Holm segir, ađ hann hafi veriđ einn almerkilegasti mađur sem nokkurntíma hefur búiđ í Norđur-Dakota. Káinn er eitt mesta gamanskáld sem ort hefur á íslensku. Hann tók sig ekki alvarlega sem skáld, enda var mest af hans skáldskap tćkifćriskveđskapur, iđulega leiftrandi af gamansemi, um dćgurmál, fjósamennsku og fjölmargt annađ. Vera má ađ drykkjuvísur hans hafi aukiđ ţađ orđspor sem fór af drykkju hans. Fáir eđa engir nema Steinn Steinarr hafa fariđ betur međ ţversagnir, og í mörgum vísum sínum blandar hann saman ensku og íslensku af miklum hagleik. Undir kersknu yfirborđi vísna hans og kvćđa leynist oft hlýja og mannvit sem dýpkar ţćr og gerir ađ mikilsverđum skáldskap. Sum kvćđi hans til barna eru hreinir gimsteinar:

Síđan fyrst ég sá ţig hér,
sólskin ţarf ég minna.
Gegnum lífiđ lýsir mér
ljósiđ augna ţinna.

Sem dćmi um hnyttna kerskni hans má nefna vísu sem hann kvađ viđ konu eina sem atyrti hann fyrir drykkjuskapinn og sagđi ađ ef hann hefđi drukkiđ minna hefđi hann getađ valiđ úr stúlkum til ađ giftast:

Gamli Bakkus gaf mér smakka
gćđin bestu öl og vín.
Honum á ég ţađ ađ ţakka
ađ ţú ert ekki konan mín.

Og blanda íslensku og ensku:

Bindindismennirnir birta ţađ hér
ađ brennivín geri men crazy.
En ţađ get ég sannađ ađ orsökin er
oftastnćr brennivínsleysi.

Og dćmi úr rćđustúf í lausu máli:

Og svo hefi eg líka veitt ţví eftirtekt, ađ fólk er yfirleitt hćtt ađ hlusta á eđa lesa löng kvćđi. Ţađ er fariđ ađ hafa sama siđinn og prestarnir okkar ţegar ţeir segja: „og nćst skulum viđ syngja fyrsta og síđasta versiđ af sálminum so so.“ Og ţess vegna hefi ég vaniđ mig á, ađ yrkja bara fyrsta og síđasta versiđ í einu erindi, svo ađ ţeir sem á annađ borđ líta á ţađ neyđist til ađ lesa allt kvćđiđ.

Kviđlingar komu út 1920, heildarsafn, Kviđlingar og kvćđi kom út 1945 í umsjá Richards Beck, en ţar eru líka bráđfyndnar rćđur í lausu máli. Síđan hefur úrval úr kvćđum hans komiđ út.

Margrét J. Benedictson (1866-1956)

Margrét var fćdd Jónsdóttir, frá Hrappstöđum í Víđidal, dóttir Jóns Jónssonar og Kristjönu Ebeneserdóttur. Hún fór vestur um haf 1887, fyrst til Norđur Dakota og síđar til Manitoba og varđ einn mestur kvenskörungur á ţeim slóđum. Hún sá fyrir sér sjálf fyrstu árin vestanhafs en tókst ţó ađ afla sér nokkurrar skólamenntunar. Áriđ 1893 giftist hún Sigfúsi B. Benedictson skáldi og prentara, sem hafđi, áđur en hann fór vestur um haf, kynnst hugmyndum John Stuart Mill og Bríetar Bjarnhéđinsdóttir. Sigfús og Margrét skildu 1910, en međan ţau voru í hjónabandi störfuđu ţau saman ađ útgáfu- og kvenréttindamálum og ţađ átti sinn ţátt í ađ konur fengu kosningarétt í Manitoba, enda voru íslenskar konur í fararbroddi í ţeirri baráttu. Var ţađ fyrsta fylkiđ í Kanada sem innleiddi kosningarétt kvenna. Saman gáfu ţau út tímaritiđ Freyju árin 1898-1910 og var ţađ á ţeim tíma fyrsta kvenréttindatímaritiđ. Í fyrstu ritstjórnargreininni lýsir Margrét stefnu Freyju og segir međal annars: „Efst á dagskrá hennar verđa framfarir og réttindi kvenna. Bindindi verđur hún hlynt, og sérhverju öđru góđu og fögru.“ Efni Freyju var ekki eingöngu helgađ kvenréttindum, ţađ birti ljóđ og sögur, greinar um ţekkt fólk, ritdóma og barnaefni. Ţađ gekk vel og hlaut allmikla útbreiđslu, en hćtti göngu sinni vegna missćttis ţeirra hjóna.

Margrét tók ţátt í félagsmálum kvenna og stofnađi m.a. kvenréttindafélag í Winnipeg 1908. Hún var skáldmćlt, birti kvćđi og smásögur, oft undir dulnefni. Yrkisefniđ var oftar en ekki stađa kvenna. Hún var einnig félagi í „Hagyrđingafélaginu í Winnipeg“ sem starfađi upp úr aldamótum og margir fundir félagsins voru haldnir á heimili hennar. Hún fluttist frá Winnipeg til Seattle 1912, og ţađan til Blaine. Frumherjastarf hennar var metiđ ađ verđleikum ţegar konur ţar á Kyrrahafsströnd gengust fyrir ţví ađ safna fé svo Margrét gćti komist á Alţingishátíđina á Íslandi áriđ 1930.

Ólafur Ólafsson (d. 1918)

Ólafur Ólafsson, stöndugur bóndi oftast kenndur viđ Espihól í Eyjafirđi var einn helsti leiđtogi fyrstu landnemanna. Fóstursonur hans var Friđrik Sveinsson/Fred Swanson, sonur Sveins Ţórarinssonar amtsskrifara. Ólafur fór međ stóra hópnum sem fór frá Akureyri 1873 (sjá ferđasögu Guđmundar Stefánssonar) og tók ţátt í undirbúningi ferđarinnar. Ólafur fór afar víđa. Fyrst fór hann til Muskoka í Kanada, síđan til Wisconsin. Hann var einn leiđtoga hópsins sem fyrst nam land á Gimli 1875 og sagt er ađ hann eigi heiđurinn af nafngiftinni. Áriđ áđur hafđi hann fariđ ásamt Jóni Ólafssyni ritstjóra og Páli Björnssyni til Alaska ađ kanna möguleika á ađ Íslendingar flyttu ţangađ. Voriđ 1876 nam Ólafur land norđur viđ Íslendingafljót, og alţekkt er saga af skiptum hans viđ indíána á ţeim slóđum. Tóku indíánar ţeim frekar illa í fyrstu, en Ólafur ţótti sýna kjark, festu og samningalipurđ í ţeim skiptum og tókst ađ komast ađ samkomulagi viđ ţá. Voru ţađ fyrstu kynni Íslendinga af indíánanum Ramsay, sem Guttormur J. Guttormsson segir frá.

Frá Nýja Íslandi fór Ólafur til Norđur-Dakota, um 1880 og ţađan til Alberta 1888 en stóđ ţar stutt viđ og fór til Seattle á vesturströndinni. Hann lést í Winnipeg. Ólafur var „spakur ađ viti og mesta ljúfmenni“ segir í Sögu Íslendinga í Vesturheimi, hann var víđlesinn og fróđur, framtakssamur og árćđinn eins og sést best á ţví hve víđa hann nam land. Ţegar Stephan G. Stephansson kom til Alberta 1889 var Ólafur ţar fyrir og Stephan lýsir honum svo: „Ólafur gamli vinnur eins og naut, er hraustur eins og hestur, kátur eins og sólskríkja og hagspakur eins og sauđur.“ (Bréf og ritgerđir I:1)

Páll Ţorláksson (1849-1882)

Páll Ţorláksson var sonur Ţorláks Jónssonar frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarđi sem var einn helsti hvatamađur vesturferđanna fyrstu árin. Páll fór til Milwaukee 1872 og var ţar viđ nám um hríđ og starfađi innan kirkjufélags Norđmanna. Hann varđ prestur Íslendinganna sem námu land í Shawano County, Stephans G. o.fl., og nokkurra norskra safnađa ţar í grennd. Fyrstu brúđhjónin sem hann gaf saman voru Stephan G. og Helga Jónsdóttir. Páll var afar hjálpsamur viđ landana sem komu frá Íslandi á ţessum árum, og naut stuđnings Norđmanna, og má vera ađ ţađ hafi vakiđ andúđ einhverra Íslendinga.

Eins og greint er frá í ágripinu um séra Jón Bjarnason var Páll annar ađalleikandinn í trúardeilum Íslendinganna ţessi ár, og íbúar Nýja Íslands tóku séra Jón fram yfir Pál, enda ţótti mönnum nóg um bókstafstrú hans. En bókstafstrúin stakk nokkuđ í stúf viđ mannkosti hans, ađ sögn Ţorsteins Ţ. Ţorsteinssonar:

Ţrátt fyrir sína sterku bókstafstrú, sem sumum féll ekki betur en í međallagi, vakti mađurinn sjálfur mikiđ traust á sér međ hispursleysi sínu, óbifanlegri festu, hlýhug og einlćgni, enda var séra Páll prýđis vel máli farinn og rökfastur í hinum eldra stíl. (Saga Íslendinga í Vesturheimi III, bls. 40)

Síđustu árin, frá 1879, var Páll prestur Íslendinga í Norđur-Dakota, en heilsutćpur vegna skarlatssóttar sem hann hafđi fengiđ, og lést ađeins 32 ára, í mars 1882.

Laura Goodman Salverson (1890-1970)

Laura Goodman Salverson fćddist í Kanada, dóttir Lárusar Guđmundssonar söđlasmiđs og Ingibjargar Guđmundsdóttur sem fluttust frá Grundum í Bolungarvík til Winnipeg 1887. Ţau bjuggu viđ fátćkt og áttu heima allvíđa, einnig í Bandaríkjunum. Lárus var ţekktur fyrir ritdeilur viđ Stephan G. Stephansson.

Laura mótađist af áhuga föđur síns fyrir skáldskap og ól snemma í brjósti ţann draum ađ verđa rithöfundur. Hún birti smásögur í tímaritum, en áriđ 1923 kom skáldsagan The Viking Heart út.

Laura ritađi fleiri skáldsögur sem ekki náđu sömu vinsćldum og sú fyrsta, en áriđ 1939 skrifađi hún endurminningar sínar, Confessions of an Immigrant Daughter (Játningar landnemadóttur sem kom út í íslenskri ţýđingu Margrétar Björgvinsdóttur 1994). Sú bók má teljast hápunkturinn á rithöfundarferli hennar, enda var hún verđlaunuđ.

Sigtryggur Jónasson (1852-1942)

Sigtryggur Jónasson var einn hinna allra fyrstu er vestur fóru og hann er jafnan nefndur „fađir Nýja Íslands.“ Hann var afar athafnasamur alla sína ćvi, sem var löng og viđburđarík. Hann fćddist á Bakka í Öxnadal og ţótti efnilegur á unga aldri. Hann var skrifari amtmanns á Möđtuvöllum áđur en hann fór vestur um haf einn síns liđs 1872. Hann fékk vinnu viđ járnbrautarlagnir og skógarhögg og stofnađi fljótlega fyrirtćki sem hann grćddi ágćtlega á. Ţegar stórir hópar Íslendinga fóru ađ koma til Vesturheims tók hann á móti ţeim og liđsinnti, ađ einhverju leyti á vegum kanadískra stjórnvalda. Um ţađ segir Guđjón Arngrímsson í Nýja Ísland, bls 184:

Ţar međ var hann kominn í ţađ ţrískipta hlutverk sem hann gegndi lengstum ćvinnar - ađ vera í senn félagslegur og pólitískur leiđtogi Íslendinga, embćttismađur kanadískra stjórnvalda og slyngur kaupsýslumađur. Hann virđist aldrei hafa gert upp viđ sig hvert hlutverkanna ćtti ađ verđa ofan á, enda réđu ađstćđur ađ ţví er virđist oft meira en eigin vilji hvađa stefnu líf hans tók. En víst er ađ hann var alla tíđ ţokkalega vel fjáđur og framan af mun betur stćđur fjárhasgslega en flestir landa hans.

Sigtryggur tók fullan ţátt í landnáminu í Nýja Íslandi, og um ţađ leyti kvćntist hann ćskuástinni, Rannveigu Ólafsdóttur Briem. Sigrtryggur var helsti leiđtogi landnemanna og gerđi út gufubát á Winnipegvatni. Hann fluttist frá Nýja Íslandi 1881 og settist fljótlega ađ í Winnipeg. Hann stundađi margvíslegan atvinnurekstur, fór til Íslands sem vesturferđaagent, hvatti Íslendinga til ađ stofna eimskipafélag til ađ flytja út ferskan fisk, hann var um skeiđ ritstjóri Lögbergs og varđ áriđ 1896 ţingmađur fyrir Frjálslynda flokkinn, fyrstur Vestur-Íslendinga. Hann bjó í Árborg í Nýja Íslandi um skeiđ, stundađi búskap á Möđruvöllum, gömlu landnámsjörđinni sinni ţegar hann var kominn á sjötugsaldur. Síđustu ćviárin var hann mest hjá Percy fóstursyni sínum í Nýja Íslandi.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

Stefán Guđmundsson, sem varđ betur ţekktur undir ţví nafni sem hann tók upp í Vesturheimi, Stephan G. Stephansson, en hálfsá ţó alltaf eftir. Hann var höfuđskáld Vestur-Íslendinga og er talinn međal öndvegisskálda á íslensku. Hann fćddist á Kirkjuhóli í Seyluhreppi í Skagafirđi, átti einnig heima á Syđri-Mćlifellsá og Víđimýrarseli og loks Mjóadal í Bárđardal, en fór vestur um haf međ foreldrum sínum 1873. Ţar nam hann ţrisvar land, fyrst í Shawano County í Wisconsin, síđan í Garđar í Norđur Dakota og loks í Markerville í Alberta í Kanada. Stephan ţótti bráđgreindur í ćsku en komst ţó aldrei í skóla, nema fárra vikna enskunám í Bárđardal áđur en hann hélt vestur um haf. Hann tók ţátt í félagsmálum og uppbyggingu atvinnulífs, gaf út handskrifađ blađ í bernsku, Dalbúinn, og tók upp ţann ţráđ aftur í Norđur Dakota međ félögum sínum, en ţeir gáfu út blađiđ Fjalla-Eyvind. Ţar gekkst hann einnig fyrir stofnun Menningarfélags sem tileinkađi sér frjálslyndar framfarahugmyndir sem ofarlega voru á baugi í Vesturheimi.

Hann var stórvirkt skáld, vakti fyrst athygli upp úr 1890 fyrir náttúrukvćđi úr Alberta. Kanadíski prófessorinn Watson Kirckonnell segir ekkert annađ skáld hafa dregiđ upp sambćrilega mynd af náttúru Vestur-Kanada. Hann orti mörg góđ eftirmćli, en einnig mikiđ út af fornsögum, sögu og samtímaatburđum og var lengst af umdeildur. Skáldskapur hann ţótti oft tyrfinn og torskilinn. Hann tók ţátt í ţjóđmálaumrćđu, var einatt róttćkur og ögrandi í skođunum, enda urđu margir til ađ skrifa gegn honum í blöđum vestra. Nokkuđ var tekiđ ađ hćgjast um á efri árum hans, en honum tókst ţó ađ hreyfa viđ mönnum aftur ţegar hann mótmćlti ţátttöku Vestur-Íslendinga í Fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir stríđiđ andmćlti hann harđlega áformum um ađ reisa minnisvarđa yfir fallna hermenn af íslenskum ćttum. Honum ţótti nćr ađ sinna ţeim sem til baka komu bćklađir á sál og líkama. Ţá sagđi hann međal annars: „Skeđ getur, ađ eitthvađ af okkar eigin dýrđ geymdist í pýramída, sem ekki blési upp frammi í eyđimörk aldanna. Ţó er sú mannlund mishent, sem dregur af lifandi manni brauđ til ađ gefa látnum manni stein“ (Bréf og ritgerđir IV, bls. 332).

Mikiđ af skáldskap Stephans fjallar um vesturferđirnar og inntak ţeirrar lífsreynslu. Ţađ gerđi hann án ţess ađ bregđa upp ţeim dýrđarljóma af nýja heiminum sem títt var, sjónarhorn hans var gagnrýnna en svo. Á Íslandi er hann ef til vill ţekktastur fyrir ćttjarđarkvćđiđ „Úr Íslendingadags rćđu“ sem hefst međ orđunum „Ţó ţú langförull legđir / sérhvert land undir fót.“ Ţjóđerniskennd hans var ţó blendin, hann orti bćđi til Vesturheims og Íslands og sagđi eitt sinn í kvćđi ađ hann ćtti sér eiginlega ekkert föđurland.

Undína (Helga Steinvör Baldvinsdóttir 1858-1941)

Undína var frá Litlu-Ásgeirsá í Víđidal í Húnaţingi, dóttir Baldvins Helgasonar og Soffíu Jósafatsdóttur. Ţau settust fyrst ađ í Rousseau í Muskoka í Ontario en síđar í Norđur Dakota. Undína var tvígift, fyrri eiginmađurinn var drykkfelldur og hún skildi viđ hann, sá síđari dó 1904. Síđan bjó hún á vesturströndinni til dauđadags, síđustu árin í skjóli Sophiu dóttur sinnar. Undína orti mest fyrir og um aldamótin, en lítiđ eftir ţađ. Hún vakti verđskuldađa athygli bókmenntamanna vestra. Kvćđi hennar eru einföld og ljóđrćn, mörg ţeirra ćttjarđarljóđ. Bestu ljóđ hennar eru dapurleg og rómantísk, birta rótleysistilfinningu landnemanna á látlausan hátt. Heildarútgáfa á ljóđum hennar kom út 1952, Kvćđi.


Efnisyfirlit Heimildir Tenglar Gestabók Póstur
Ritsjóri:  Ritstjórar:  Viđar Hreinsson og Jón Karl Helgason
Höfundur meginmáls:  Viđar Hreinsson
Hönnun og samsetning:  Anna Melsteđ
Vefur c 1999 RÚV 1999